Landssamband smábátaeigenda


...

Fréttir

Sjómenn samþykktu

Verkfalli sjómanna hefur verið aflýst.  Sjómenn samþykktu samning sem undirritaður var aðfaranótt laugardags.   Niðurstaða atkvæðagreiðslu varð þannig:Á kjörskrá voru 2.214Atkvæði greiddu 1.189 eða 53,7%Já sögðu 623 - 52,4%Nei sögðu 558 - 46,9% KjarasamningurKynningarefni með kjarasamningi...

Fjölgum veiðidögum

Vannýtt aflaregla gefur svigrúm í strandveiðikerfinuFjölgum veiðidögumEr yfirskrift greinar eftir Örn Pálsson sem birtist í Fiskifréttum í dag 16. febrúar. Landssamband smábátaeigenda hefur hrundið af stað miklu átaki fyrir auknum veiðirétti smábáta til makríl- og strandveiða.  Kröfur félagsins voru mótaðar á...
LS hefur tekið saman sölutölur á fiskmörkuðunum - magn og verð - á þorski og ýsu.  Tímabilið sem skoðað var nær frá áramótum til dagsins í dag, 15. febrúar.   Til að fá betri yfirsýn er samanburður við sama tímabil...
Á grundvelli 3. mælingar á yfirstandandi fiskveiðiári á stærð veiðistofns loðnu hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að heildaraflamark í loðnu verði aukið um 242 þúsund tonn.  Leiðangurinn sem hér er vitnað til var farinn 3. - 11. febrúar aðeins hálfum mánuði...

Lóðningar hjá Eydísi

Frétt hér síðunni í gær um að loðnan væri komin austur í Héraðsflóa vakti verðskuldaða athygli.  Hér er mynd af dýptarmælinum í Eydísi NS-320 sem sýnir hvernig lóðaði á loðnuna hjá bátum á Borgarfirði þann 13. febrúar 2017.  Að sögn...

Loðnan fyrr á ferðinni

Loðna flæddi inn á Skagafjörð í byrjun mánaðarins og þegar þetta er ritað virðist hún vera komin í talsverðu magni inn í Eyjafjörð.  Virðist leita með landinu austur á bóginn.  Því ber að fagna þegar þorskurinn fær góða innspýtingu og...
Fyrr í dag funduðu forsvarsmenn LS með atvinnuveganefnd Alþingis.  Á fundinum var farið yfir helstu áherslumál félagsins sem viðkoma breytingum á lögum um stjórn fiskveiða og reglugerðum. Auk þessa var landssambandið kynnt, enda margir nefndarmanna á sínu fyrsta ári í...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að flytja skrifstofu sína tímabundið til Ísafjarðar.   Þar mun hún dvelja dagana 13., 14. og 15. febrúar í næstu viku.Ráðherrann verður með viðtalstíma milli kl 08:30 og 12:00 þriðjudaginn 14. febrúar...
LS hefur tekið saman afla á fyrstu 5 mánuðum fiskveiðiársins - september - janúar og borið saman við það sem veiddist á sama tíma í fyrra.  Þannig er reynt að meta áhrif verkfallsins á veiðar á eftirtöldum tegundum:  Þorskur, ýsa,...
Á upplýsingafundi um grásleppumál, sem áður hefur verið getið um, kom fram að auka þarf veiði frá síðustu vertíð.  Markaður er fyrir veiði sem skilar um 20% meira magni en í fyrra.  Verði aukningin jöfn hjá öllum veiðiþjóðum ættu grásleppukarlar...

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...