Beðið um að keila, langa og karfi verði utan kvóta hjá smábátum. - Landssamband smábátaeigenda

Beðið um að keila, langa og karfi verði utan kvóta hjá smábátum.


Aðalfundur LS fer þess á leit við sjávarútvegsráðherra að keila, langa og karfi verði tekið út úr kvóta hjá smábátum.
Í greinargerð segir eftirfarndi: Að undanförnu hefur sífellt hærra hlutfall meðafla línubáta verið keila, langa og karfi. Framboð á leigukvóta í þessum tegundum er afar takmarkað og gerir það að verkum að erfitt er að stunda línuveiðar. Meðan fiskgengd í þessum tegundum er svo mikil sem nú er, er nauðsynlegt að finna lausn á þessum vanda.

 

efnisyfirlit síðunnar

...