Month: April 2004

  • Glæsilegur árangur í baráttunni gegn mengun frá Sellafield

    Það eru sannarlega gleðileg tíðindi að nú skuli dregið gríðarlega úr þeirri mengun sem kemur frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Efnið sem um ræðir er technetium 99 en Sellafield stöðin hefur dælt árlega í hafið um þremur milljónum tonna af technetium menguðu úrgagnsvatni, eða um 8 milljónum lítra á dag. Þó vissulega sé um háar tölur…

  • Árás á heimasíðu LS og póstar með vírusum

    Um páskana gerðu erlendir tölvuþrjótar árás á vefþjóninn sem sér um heimasíðu LS. Síðan datt út um tíma en í tilkynningu frá vefþjóninum kom fram að allt yrði gert til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur, þó slíkt væri aldrei hægt að útiloka með öllu. Það hefur síðan gerst að fjöldi vírusforrita hafa verið…

  • Krókaaflamarksbátar góð veiði í mars í þorski og ýsu en samdráttur í steinbít

    Nýliðinn mars var fengsæll í þorski og ýsu hjá krókaaflamarksbátum, en eitthvað lætur steinbíturinn minna á sér kræla. Alls fiskuðu þeir 7-1-3 tonn af þorski sem er þriðjungi meira en í mars í fyrra. Þá varð 137% aukning í ýsunni og skilaði mars 721 tonni. Steinbítsaflinn dróst hins vegar saman um 30% náði rétt rúmum…

  • Grásleppuvertíðin blettótt mjög

    Það er óhætt að segja að byrjun grásleppuvertíðarinnar sé fjarri þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér. Almennt voru menn nokkuð bjartsýnir um svipaða vertíð og á síðasta ári og ekki spillti viðunandi hrognaverð fyrir. Það er þekkt í grásleppuveiðunum að þær geta verið mjög misgjöfular milli svæða, en byrjun þessarar vertíðar ætlar að slá flestu…

  • Snæfell mælir með Sýni skoðunarstofu ehf

    Snæfell – Félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – hefur ákveðið að taka tilboði frá Sýni skoðunarstofu í skoðun á bátum hjá félagsmönnum. Eins og fram hefur komið voru 118 smábátaeigendur sem skrifuðu sig á lista þar sem stjórn Snæfells var gefið umboð til að óska tiboða. Stjórn Snæfells hefur farið yfir þau 4 tilboð sem bárust…

  • Fyrstu niðurstöður úr togararallinu gefa ekki tilefni til húrrahrópa

    Hér fer útdráttur úr fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar um stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum 2004 – togararalli. Tekið er fram í fréttatilkynningunni að um fyrstu niðurstöður sé að ræða. „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (togararall) fór fram í 20. sinn dagana 1.-21. mars s.l. Fjórir togarar voru leigðir til verkefnisins: Páll Pálsson ÍS 102, Ljósafell SU 70, Brettingur NS…

  • Framtíð eða forneskja?

    Eftirfarandi grein eftir Arthur Bogason birtist í Fiskifréttum s.l. föstudag. Sem ég rita þessar línur er ég enn í páskaskapi, hef notið þess að skrölta í eigin garði yfir hátíðarnar og annað veifið hlustað á fréttir af Fischer og móðursýki heimspressunnar. Hvað sem öllum þeirra formælingum líður er gott að búa á Íslandi. Til merkis…

  • Banderas í botntrollin

    Kvikmyndastjarnan Antonio Banderas hefur ákveðið að leggja umhverfissamtökunum Oceania lið í baráttu gegn botntrollsveiðum við Chile. Innan skamms mun auglýsingum útvarpað í Chile þar sem Banderas heyrist segja: „Ég er Antonio Banderas, mig langar að úskýra fyrir ykkur að í Chile er beitt einhverri verstu aðferð við fiskveiðar – botntrolli. Þessi aðferð veiðir ekki bara…

  • Donna, Pjakkur og Svana fóru í róður á fyrsta degi.

    Í gær 1. apríl máttu sóknardagabátar byrja að róa, en þeim er bannað að nýta sóknardaga frá 1. nóvember til 31. mars. Þrír sóknardagabátar renndu færum á þessum fyrsta degi, Donna KE sem rær frá Sandgerði og Pjakkur ÞH og Svana ÞH frá Þórshöfn. Aflinn var góður, Donna með 700 kg, Pjakkur með 2 tonn…