„Þingmenn, bjargið dagakerfi smábáta“ - Landssamband smábátaeigenda

„Þingmenn, bjargið dagakerfi smábáta“


Í Morgunblaðinu í gær birtist eftirfarandi grein eftir Konný Breiðfjörð þar sem hún skorar á þingmenn:

„Þingmenn, bjargið dagakerfi smábáta

Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, ætlar að útrýma dagakerfi smábáta og verðfella eignir okkar og gera verðlausar eftir nokkur ár.
Við sem eigum dagabáta höfum ályktað undanfarin ár um að setja verði svokallað 23 daga gólf í dagakerfið svo ekki fækki dögum. Í dag eru þeir 19 en voru 23 árið 2002.
Landssamband smábátaeigenda hefur farið með þessa kröfu til Árna ár eftir ár en ekkert hefur verið gert.
Eins var þetta ár, en þegar umræður voru hafnar, heyrast raddir nokkurra manna sem vilja fá kvóta, raddir þeirra sem hafa verið að veiða mest í þessu kerfi undanfarin ár.
Þá bregur svo við að Árni býður þeim að velja kvóta en skerðir okkur sem eftir verðum í dagakerfinu, býður okkur 18 daga með áframhaldandi 10% skerðingu á dögum ár hvert, þó svo að aukning verði á heildarveiði. Og ekki nóg með það heldur á að takmarka vélarstærð og rúllufjölda, ef stækka þarf vél fækkar dögum.
Ég vil að almenningur viti þetta og þingmenn sem eiga að fjalla um frumvarpið nú á næstu dögum. Frumvarp þetta verður að lögum nema þingmenn bjargi dagakerfinu með því að setja gólf í dagana.
Dagakerfið er sóknarkerfi með fljótandi tölu. Það veiðist vel þegar mikill fiskur er á miðunum en lítið þegar færri fiskar eru á slóðinni og er líka háð gæftum. Engum fiski er hent því það er enginn hvati til þess í sóknarkerfi.

Höfundur er dagabátaeigandi.

2 Athugasemdir

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað mun mikið að störfum glatast við þetta frumvarp. Ég sé hlutina þannig að þeir sem eiga marga báta á dögum eða góða veiðireinslu hagræði bátum og geri út á færri bátum en áður, og aftur þeir sem ekki fá mikkla reinslu selji hvótann og hætti að gera út. Við þetta má svo bæta að það mun allt fyllast að kvótalausum bátum sem einginn veit hvað á að gera við.
ATH ég er hvorgi með eða á móti

Ágætu félagar í dagakerfi smábáta
Nú þegar frumvarp stjórnarliða er komið fram til viðbótar öðru frumvarpi sem flutt er af þingmönnum stjórnarandstöðu sem bæði taka á málefnum dagamanna þá þykir mér heldur betur eftir okkur tekið og það er vel þegar löggjafinn telur að nú sé þörf að linni þessari óvissu sem ríkt hefur um þetta kerfi í langan tíma.
Ég hef fylgst vel með umræðu manna sem ég tel vera áhrifavalda á núverandi stöðu mála, á heimasíðu LS.
Er ég undrandi á hvað kvótasinnar hafa náð langt í að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, þegar skoðað er innihald í frumvarpi stjórnarliða sem nú liggur fyrir til afgreiðslu. 9 þúsund tonna aflamark er notað til að kvótasetja dagakerfið bara ef að menn eru tilbúnir til að leggja það niður. En hér er ekki allt sem sýnist, því meira en helmingur bátseigenda um 160 menn er settur í þá vonlausu stöðu að reka báta sína á minna en 30 tonnum (ca. 25 tonn slægt).
Það er því augljóst að þetta boð eins og nú liggur fyrir eyðir ekki dagakerfinu, því menn sem velja lágmarkið í kvóta fyrir báta sína koma sér strax í slæma stöðu. Þess vegna er dagakerfið betri leið fyrir minni báta eftir að búið er að kvótasetja þá sem veitt hafa vel í kerfinu á undanförnum tveimur árum. Ég er því sammála ályktun sem komin er frá stjórnarfundi LS sem haldinn var 18. maí sl. þar sem segir m.a.að í frumvarpinu þurfi að vera raunverulegt val “eða viðunandi gólf í dögum”. Það er von mín að óvissunni sem ríkt hefur í þessu annars ágæta kerfi sem kemur með allan veiddan fisk að landi fari nú að ljúka.
Baráttukveðjur Sæmundur

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...