Ályktanir 20. aðalfundar LS – úthlutun aflakvóta, veiðigjald, sjómannaafsláttur, skattur á sjávarútveginn, hrefnuveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Ályktanir 20. aðalfundar LS – úthlutun aflakvóta, veiðigjald, sjómannaafsláttur, skattur á sjávarútveginn, hrefnuveiðar


Taka ber tillit til fiskifræði sjómannsins

Landssamband smábátaeigenda mótmælir ákvörðun sjávarútvegsráðherra að taka ekki meira tillit til fiskifræði sjómannsins um að auka þorskvóta þessa árs frá því sem hann var á sl. fiskveiðiári. Greinargerð Hafró segir lítið æti vera fyrir þorskinn, ætti það að gefa ástæðu til aukningar kvótans, en ekki minnkunar.

Steinbítur – endurskoðun á úthlutun

Landssamband smábátaeigenda beinir þeirri áskorun til Hafró og sjávarútvegsráðherra að endurskoða úthlutun í steinbít á yfirstandandi fiskveiðiári. Greinargerð. Samdráttur sá sem varð á veiðinni síðasta fiskveiðiár er aðallega tilkominn vegna lágs verðs í vor en ekki að illa hafi gengið að veiða steinbítinn.

Auknar rannsóknir

Landssamband smábátaeigenda krefst þess að rannsóknir verði efldar á keilu, skötusel, löngu og karfa og kvóti í þessum tegundum verði aukinn vegna stóraukinnar útbreiðslu þessara tegunda eða að þær verði alfarið teknar úr kvótasetningu.

Loðnuveiðar

Landssamband smábátaeigenda mótmælir hvernig staðið er að ákvörðun loðnukvóta og vill að loðnuveiði verði bönnuð norðan Snæfellsness á hrygningartíma.

Veiðigjaldi mótmælt

Landssamband smábátaeigenda mótmælir veiðigjaldi. Gjalddagi veiðigjaldsLandssamband smábátaeigenda óskar eftir að gjalddagi fyrir 1. afborgun á veiðigjaldi verði 15. október í stað 15. september eins og nú er. SjómannaafslátturLandssamband smábátaeigenda mótmælir áformum fjármálaráðherra um afnám eða lækkun á sjómannaafslætti.

Mótmæli við auknum álögum á sjávarútveginn

Landssamband smábátaeigenda mótmælir auknum álögum á sjávarútveginn sem ekki eru í samræmi við veitta þjónustu.

Hrefnuveiðar

Landssamband smábátaeigenda fagnar hrefnuveiðum og lýsir stuðningi við veiðar á hvölum. LS telur óeðlilegt að nýta ekki þær auðlindir sem þjóðin hefur yfir að ráða. Hvalir og önnur sjávarspendýr eru í beinni samkeppni við okkur um fiskinn.
 

efnisyfirlit síðunnar

...