Arthur endurkjörinn formaður og Þorvaldur Garðarsson varaformður - Landssamband smábátaeigenda

Arthur endurkjörinn formaður og Þorvaldur Garðarsson varaformður


Arthur Bogason var kosinn formaður LS með lófataki í lok aðalfundar sem lauk sl föstudag. Á fundi stjórnar sem haldinn var í kjölfar aðalfundar var Þorvaldur Garðarsson kosinn varaformaður.
Tvær breytingar urðu á stjórn LS, Símon Sturluson Stykkishólmi kom í stað Bergs Garðarssonar og Pétur Sigurðsson Árskógssandi kom í stað Braga Sigurðssonar Húsavík.
Í stjórn LS eru eftirtaldir:
Arthur Bogason formaður Reykjavík
Þorvaldur Garðarsson varaformaður Þorlákshöfn

Guðmundur Lúðvíksson Akureyri
Gunnar Ari Harðarson Grindavík
Gunnar Hjaltason Reyðarfirði
Gunnar Pálmason Garðabæ
Hilmar Zophaniasson Siglufirði
Hjörleifur Guðmundsson Patreksfirði
Jóel Andersen Vestmannaeyjum
Ketill Elíasson Bolungarvík
Már Guðmundsson Hólmavík
Pétur Sigurðsson Árskógssandi
Símon Sturluson Stykkishólmi
Skarphéðinn Árnason Akranesi
Unnsteinn Guðmundsson Höfn
Þorvaldur Gunnlaugsson Reykjavík

1 Athugasemdir

Sæl, Örn, Arthur og Oddbjörg. Þakka fyrir mig síðan á L.S. Þinginu.

Mig langar að óska Þorvaldi Garðarssyni til hamingju með varaformannstitilinn, að öðrum ólöstuðum finnst mér hann vera mjög hæfur í stöðuna.

Ég var að skoða síðu Fiskistofu á netinu og hrökk þá svolítið við, þarna var komið upp yfirlit yfir línuívilnun. Svo sem allt í lagi með það, þarna var útlistun á magni Þorsks til línuívilnunnar, skiptingu hennar á tímabil og svo því magni sem er komið inn sem ívilnun u.þ.b 250 tn.

Þá kom ég að því sem ég hef hvergi lesið eða heyrt um, en það er að það sé eitthvað áætlað magn á bakvið ýsu og steinbíts ívilnunina.
Ég skoðaði lög og reglugerðir um stjórn fiskveiða og sá nr.673 reglugerð um línuívilnun.
Þar sá ég í 2.gr "Þá getur sjávarútvegsráðherra ákveðið hámark á heildarmagn ýsu og steinbíts til línuívilnunar."

Er það staðreynd að hann sé búinn að ákveða að heildarlínuívilnunin í Ýsu frá:01.09.2004 -31.08.2005 sé 750 tonn ???????????????????????
Ég trúi þessu ekki !!!!!!!!!
Og heildarlínuívilnunin í steinbít á sama tímabili sé 900 tonn ??????????

Ef þetta er rétt þurfti þá Sjávarútvegsráðuneytið ekki að gefa út tilkynningu þessa efnis ??

Er það tilviljun að þetta yfirlit er látið líta dagsins ljós eftir aðalfund L.S.

Ég trúi ekki öðru en að það séu allir jafn hissa á þessu og ég, því að ég er hræddur um að það hefðu orðið heitar umræður um þetta mál á L.S.þinginu ef menn hefðu vitað þetta þá.

Samkvæmt því sem kemur fram hjá Fiskistofu þá eru um 250 tn. komin til ívilnunar í ýsu og þá eru um 500 tn eftir !!!!!!!!!!

Er þarna komin enn ein sprengjan sem " Árni" er að kasta inn í sjávarútveginn.
Ég hélt að hann hefði sjálfur verið að tala um að það þyrfti að ná sátt innan sjávarútvegsins ??

Baráttukveðjur. Halldór

 

efnisyfirlit síðunnar

...