Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – línu- og netasvæði við Reykjanes, krókabátar fái að veiða í gildrur, handfæraívilnun, beituöflun til eigin nota. - Landssamband smábátaeigenda

Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – línu- og netasvæði við Reykjanes, krókabátar fái að veiða í gildrur, handfæraívilnun, beituöflun til eigin nota.


Sérstök línu- og netasvæði

Landssamband smábátaeigenda fer þess á leit að lokun línu- og netahólfs fyrir togveiðum réttvísandi vestur frá Sandgerðisvita verði fært til fyrra horfs. Þess má geta að á miðnætti annað kvöld kemur til framkvæmda reglugerð um sérstök línu- og netasvæði. Sjá nánar http://sjavarutvegsraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/Svaedisbundin_veidibonn/Togveidar/nr/883

Gildruveiðar verði heimilaðar

Landssamband smábátaeigenda ályktar að hvergi verði kvikað frá þeirri stefnu að úthlutaðar veiðiheimildir í krókaaflamarki verði veiddar á króka. Þó verði sjávarútvegsráðherra heimilt að veita krókaaflamarksbátum leyfi til gildruveiða

Handfærabátar fái ívilnun

Landssamband smábátaeigenda leggur til að handfærabátar fái 20% ívilnun í þorski.

Beituöflun til eigin nota

Landssamband smábátaeigenda leggur til að beituöflun til eigin nota verði látin afskiptalaus eins og hefð er fyrir.
 

efnisyfirlit síðunnar

...