Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – veiðiheimildir til jöfnunar verði varanlegar, bætur vegna skerðingar á aflamarki, netaveiðar á kola frjálsar. - Landssamband smábátaeigenda

Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – veiðiheimildir til jöfnunar verði varanlegar, bætur vegna skerðingar á aflamarki, netaveiðar á kola frjálsar.


Jöfnunarsjóður (8,4 tonn) verði varanlegur

Landssamband smábátaeigenda skorar á alþingismenn og ráðherra að styðja við bakið á þeim aðilum sem gera út smábáta í aflamarkskerfi með því að úthluta jöfnunarsjóðnum (8,4 tonnunum) varanlega sem aflahlutdeild og tryggja með því áframhaldandi tilvist þessara báta.

Bætur vegna skerðingar á aflamarki

Landssamband smábátaeigenda beinir því til hæstvirts sjávarútvegsráðherra að smábátum með aflamark verði bættar miklar skerðingar á aflamarki undanfarinna ára.

Frjálsar kolaveiðar í net

Landssamband smábátaeigenda skorar á stjórnvöld að leyfa frjálsar kolaveiðar í net.
 

efnisyfirlit síðunnar

...