Krókaaflamarksbátar að nálgast 11 þúsund tonn af ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarksbátar að nálgast 11 þúsund tonn af ýsu


Það sem af er fiskveiðiári er afli krókaaflamarksbáta í þorski, ýsu og steinbít kominn í 32.526 tonn. Það er 3.400 tonna meiri afli en var í þessum tegundum á sama tímabili á sl. fiskveiðiári. Af þorski hefur veiðst 19.143 tonn, 10.940 af ýsu og 2.443 tonn af steinbít. Aflinn í steinbít er nánast upp á tonn sá sami og í fyrra, vantar aðeins 10 tonn upp á. Ýsuaflinn hefur aukist um 2.000 tonn og þorskurinn um 1.400 tonn.
Svo virðist vera að einhver meiri áhugi sé fyrir steinbítnum í ár en í fyrra þar sem nú er búið að veiða 41% af leyfilegum afla, en aðeins þriðjungur hans hafði verið veiddur á þessum tíma í fyrra.

Heimild: Fiskistofa

 

efnisyfirlit síðunnar

...