Aðalfundur LS – ekki verði hreyft við stærðarmörkum krókaaflamarksbáta - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur LS – ekki verði hreyft við stærðarmörkum krókaaflamarksbáta


Eins og fram hefur komið sendi aðalfundur LS frá sér fjölmargar
ályktanir. Eftirfarandi var samþykkt um stærð og veiðarfæri krókaflamarksbáta og kvótaþak:
Adalf I 100_5452.jpg
Aðalfundur LS:

„skorar á stjórnvöld að kvika hvergi frá stefnu sinni varðandi stærð
og veiðarfæri krókaaflamarksbáta þ.e.a.s. að aflahlutdeild báta í
krókaaflamarkskerfi verði veidd á króka og að stærð báta sem komin er upp
undir þanmörk verði ekki aukin og þannig látið undan þrýstingi bátasmiðja og
einstakra útgerða um stækkun báta í kerfinu.“
Adalf II 100_5432.jpg
„fagnar setningu laga á síðastliðnu sumri um hámarkseign einstakra útgerða í krókaaflamarkskerfinu, en harmar jafnframt að ekki skyldi vera farið eftir tillögum stjórnar LS í málinu. (3% í öllum tegundum og tíu ára aðlögun fyrir þá sem væru fyrir ofan mörkin þegar lögin tækju gildi).“


Myndir:
Frá 22. aðalfundi LS 26. og 27. okt. sl.

3 Athugasemdir

Það er greinilegt að L.S. er samnefnari fyrir
hóp útgerða sem engan áhuga hafa á að byggja
upp í heimabyggð heldur skal bara halda í horfinu.

það eru greinilega skiptar skoðanir með stækkun krókaaflamarks báta,ég er einn þeirra sem vill fá að stækka bátana allt að 30 tonnum öryggisins vegna.Sem dæmi:við erum farnir að nota beitingar vélar um borð sem er þungur búnaður fyrir ekki stærri báta. Kvótalega séð skiptir ekki máli hvort farið er upp í kvóta þakið með 15 tonna bát eða 30 tonna bát.En öryggisins vegna tel ég það skipta máli hvernig báturinn er.
þeir sem ekki vilja stækka bátana sína vegna einhverra ástæðna gera það ekki og gera út eftir því vona ég bara að þeim gangi vel,en það þýðir ekki að krókakerfið megi ekki halda áfram að þróast eða aðlagast breyttum forsendum....
Takk fyrir mig Geiri.

Sæll Geiri...
villt þú og þeir sem eru með þessa sömu öryggis kröfur ekki fara bara í aflamarkið,,,,,,,,,,,,,
þar getur þú farið í þessi 30 tonn og jafnvel bara í 100 tonn svona bara til að vera viss, þar eru fleiri möguleikar á veiðafærum,verðin á veiðiheimildum orðið nánast tað sama.
Tað er best öryggisins vegna að tið skiptið um kerfi,best fyrir alla aðila.

KV: Heimir

 

efnisyfirlit síðunnar

...