Aðalfundur LS - Morgunblaðið fjallar um erindi Ágústar Guðmundssonar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur LS - Morgunblaðið fjallar um erindi Ágústar Guðmundssonar


Eins og fram hefur komið flutti Ágúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group erindi á nýafstöðnum aðalfundi LS. Yfirskrift erindisins var „Útrás íslenskra trillukarla“. Morgunblaðið víkur að erindinu í leiðara sínum sl. sunnudag 29. október með eftirfarandi:

„Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, hefur byggt upp ásamt Lýði bróður sínum eitt athyglisverðasta matvælafyrirtæki í íslenzkri eigu. Í ræðu, sem hann flutti á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda vakti hann m.a. athygli á möguleikum smábátasjómanna á markaðnum í Bretlandi. Þar væri stór hópur neytenda sem léti sig umhverfismál og félagslega þætti varða. Þessi hópur væri tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir afurðir eins og trillufisk.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...