Skrifað undir fölsku flaggi - Landssamband smábátaeigenda

Skrifað undir fölsku flaggi


Þann 31. október s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ragnar Sighvats um dragnótaveiðar í Skagafirði. Stuttu síðar komu nokkrar nafnlausar athugasemdir sem var umsvifalaust teknar út. Einhverjum var þó brátt í brók að koma að ómerkilegum og andstyggilegum athugasemdum til greinarhöfundar, en hafði þó ekki manndóm til að skrifa undir eigin nafni, heldur falsaði nafn undir greinina.

Svona misnotkun á vefsíðu LS er óþolandi og verður af fremsta megni reynt að koma í veg fyrir hana.

Skrifin hafa verið fjarlægð af síðunni.

1 Athugasemdir

Gott kvöld:

Vil taka undir að persónuleg hnýfilyrði eiga ekki heima á þessarri síðu, heldur skyldu menn vera málefnalegir.

Skoðanaskipti mættu vera fleiri.

Tvennt finnst mér vanta til að umræða glæðist:

Forsvarsmenn LSS taka engan þátt í umræðu og svara í engu athugasemdum í þeirra garð á síðunni.

Ekki er hægt að senda öðrum afrit af sínu áliti.

Vilhjálmur Jónsson

 

efnisyfirlit síðunnar

...