Línufiskur á góðu verði í Marks og Spencer - Landssamband smábátaeigenda

Línufiskur á góðu verði í Marks og Spencer


Sl mánudag var skoðað verð á fiski í Marks og Spencer við Oxford street í London. Þar var viðskiptavinum m.a. boðið upp á ferskan línuveiddan þorsk og ýsu. Pakkningar innihéldu tvo roð- og beinlausa flakahluta. Söluverðið var í góðu lagi, £24,99 / kg sem losar 3.200 krónur.

Gott framboð var á fiski í versluninni og greinilegt að gerður var greinarmunur á því hvort um línufisk væri að ræða eða ekki, þar sem verðið á sambærilegum þorski sem ekki var veiddur á línu kostaði £15.99 / kg, eða rúmar 2.000 krónur.

 

efnisyfirlit síðunnar

...