Ánægja með þjónustu Fiskistofu - Landssamband smábátaeigenda

Ánægja með þjónustu Fiskistofu


Síðastliðinn vetur var ákveðið að leita til viðskiptavina Fiskistofu eftir óskum þeirra um bætta þjónustu stofnunarinnar. Könnunin var gerð á tímabilinu 28. mars – 17. apríl. Niðurstöður könnunarinnar mun Fiskistofa nýta til að bæta þjónustuna að því marki sem hægt er.

Í kaflanum um helstu niðurstöður kemur m.a. fram að „meirihluti viðskiptavina Fiskistofu er ánægður með þjónustuna. Sá þáttur sem hvað mest ánægja er með eru líkur á að fá réttar upplýsingar frá Fiskistofu. Einnig er mikil ánægja með vefsíðu Fiskistofu, bæði hve gagnlegt efni þar er og hve auðvelt það er að finna.“

Könnunina í heild má nálgast á slóðinni:
http://fiskistofa.is/skjol/frettir/Thjonustukonnun.pdf

Í þjónustukönnunni er sérstakur kafli þar sem birt eru svör við spurningunni: Hvað ert þú helst óánægð(ur) með í þjónustu Fiskistofu? Svörin eru flokkuð eftir starfssviði viðskiptavina t.d. sérstakur kafli um sjónarmið útgerðarmanna báta minni en 15 tonn þar sem kennir ýmissa grasa.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...