Byggðakvótinn – sveitarstjórn Kaldrananeshrepps vill að miðað verði við landaðan afla - Landssamband smábátaeigenda

Byggðakvótinn – sveitarstjórn Kaldrananeshrepps vill að miðað verði við landaðan afla


Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi 24. maí sl. að til viðbótar við almenn skilyrði í reglugerð um byggðakvóta nr. 439/2007 verði bætt við eftirfarandi:

„úthluta skal í hlutfalli við landaðan afla til þeirra sem landað hafa á Drangsnesi frá 1. september 2006 til 31. mars 2007.“

Í rökstuðningi með ósk sveitarstjórnar segir eftirfarandi:
„Sveitarstjórn Kaldraneshrepps telur að með þessu ákvæði sé verið að styrkja þá aðila sem hafa hér heilsársbúsetu og hvetja útgerðaraðila til að gera út allt árið. Einnig er með þessu komið til móts við þá sem eru að leigja til sín kvóta í stórum stíl og skapa með því aukna atvinnu og hagsæld í sveitarfélaginu. Þetta ákvæði styður og styrkir fiskvinnsluna á Drangsnesi. Fiskurinn er betri til vinnslu yfir vetrartímann.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...