Enn af grásleppu og Nýfundnalandi - Landssamband smábátaeigenda

Enn af grásleppu og Nýfundnalandi


Grásleppuveiðimenn á einu af 27 veiðisvæðunum á Nýfundnalandi hafa nú lokið sinni vertíð. Afraksturinn var rýr - eða um 10% af því sem þeir fengu í fyrra. Enn eru langflest svæðanna lokuð en á einu þeirra sem nú er opið var aflinn eftir fyrstu lögn um helmingur þess sem gerðist á síðasta ári og daginn eftir helmingi minni en það.

Ástandið við austurströndina batnar lítið. Gríðarlegt magn af rekís er á svæðinu, sem sést t.d. vel á þessu korti frá því í gær:

http://ice-glaces.ec.gc.ca/prods/WIS27SD/20070528180000_WIS27SD_0003143768.pdf

Nýfundnalendingar eru mjög svartsýnir á framhaldið en eins og góðra veiðimanna er siður munu þeir ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Að sönnu eru Íslendingar ýmsu vanir þegar kemur að veðurfyrirbrigðum, en það á ekki síður við Nýfundnalendinga. Vorið 2003 var þar tekið upp myndbandið á þessari slóð:

http://www.youtube.com/watch?v=m6JLzOHJzbU

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...