Gagnvirkni vefsíðunnar lokað - Landssamband smábátaeigenda

Gagnvirkni vefsíðunnar lokað


Þeir sem hafa ætlað sér að setja inn athugasemdir við fréttir hér á vefsíðunni hafa um nokkuð skeið rekið sig á að þær hafa ekki skilað sér inn.
Ástæða þessa er að vefsíðan hefur legið undir stanslausum ruslpóstsendingum sem margir hverjir innihalda tölvuvírusa. Þegar mest gekk á komu 270 sendingar á einum sólarhring og umsjónarmaður vefsíðunnar hafði vart undan að eyða ófögnuðinum.

Sumir þessara vírusa virkuðu þannig að þeir lokuðu aðgangi um tíma.

Ekki hefur fundist hentug lausn á þessu máli og hefur því verið ákveðið að loka a.m.k. um sinn fyrir gagnvirkni vefsíðunnar.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...