Þorskafli í apríl eykst milli ára - Landssamband smábátaeigenda

Þorskafli í apríl eykst milli ára


Krókaaflamarksbátar fiskuðu vel af þorski í nýliðnum apríl eða alls 2.961 tonn sem er 18% aukning frá sama mánuði í fyrra - 455 tonn.

Hins vegar minnkaði ýsuafli milli ára um sömu prósentu - úr 870 tonnum í 711.

Steinbítsafli krókaaflamarksbáta varð einnig minni í ár. Apríl nú gaf 1.267 tonn en 1.488 tonnum veiddust í sama mánuði á síðasta ári.


Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...