Að hverju er allur þorskur horfinn þegar hann er orðinn eldri en 9 ára? - Landssamband smábátaeigenda

Að hverju er allur þorskur horfinn þegar hann er orðinn eldri en 9 ára?


Var spurt af sérfræðingum HAFRÓ á fundi með stjórn LS. Skrifstofa LS hefur í framhaldi af þessari fullyrðingu sett sig í samband við nokkra aðila og spurst fyrir um málið.


Eymar Einarsson (56) Akranesi, útgerðarmaður Ebba AK sem hann hefur gert út frá Akranesi í rúman aldarfjórðung.

„Ég hef aldrei upplifað annað eins magn af þorski á miðunum og er hvorki smár þorskur eða aular þar undanskildir. Í vetur lagði ég línu skammt norður af Gróttu. Þar veiddi ég þann stærsta þorsk sem ég hef séð á ævinni. Í fyrsta róðrinum voru 1600 kg af heildarafla veiðiferðarinnar stórþorskur 10 – 30 kg. Daginn eftir 2,6 tonn og þriðja daginn 1,8 tonn. Alls 6 tonn á þremur dögum af þessum ferlíkjum“ebbi stor thorsk 025.jpg

og Eymar hélt áfram
„Það var með ólíkindum að línan hjá mér beitti sig í raun sjálf fyrir þennan stóra fisk þar sem þessir aular gleyptu ýsuna sem hafði bitið á krókana, hún vall svo út úr þeim þegar um borð var komið“ sagði Eymar Einarsson.


Pétur Pétursson (43) Arnarstapa. útgerðarmaður Bárðar SH í aldarfjórðung.

„Netavertíðin var góð hjá mér. Þorskurinn með vænsta móti og vel á sig kominn og mikið af aulaþorski. Það sýnir sig best að helmingur þorskaflans var fiskur yfir 9 kg. Eftir hrygninguna bjóst ég ekki við að sjá mikið af honum. Horast venjulega og tekur ekki, en nú brá svo við að síldin var hjá honum. Hann þurfti því ekki annað en að snúa sér við og bæta sér upp þyngdartapið“, sagði Pétur Pétursson.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...