„Hefði óskað þess að fiska svona vel í sóknardagakerfinu - Landssamband smábátaeigenda

„Hefði óskað þess að fiska svona vel í sóknardagakerfinu


Héðan frá Patreksfirði er allt gott að frétta. Færafiskeríið er að slá öll fyrri met hjá mér. Búinn að fá 9 tonn á 3 dögum – eða við skulum segja 36 klst, sem hefðu jú verið 3 dagar í upphaflegu sóknarkerfi eða 1,5 dagur eftir reglunum þegar kerfið var afnumið. Fiskurinn er af öllum stærðum, þó er stór fiskur að meirihluta, lifrarmikill og fallegur. Mældi einn og var hann 129 cm langur og 25,3 kg.

Ég hugsa nú til þess að gaman hefði verið að vera enn í dagakerfinu, mér hefðu trúlega nægt 15 dagar við svona aðstæður“, sagði Friðþjófur Jóhannsson útgerðarmaður og skipstjóri á Dýra BA.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...