Elding ályktar – óraunhæfur niðurskurður á þorskkvótanum eyðileggur markaði - Landssamband smábátaeigenda

Elding ályktar – óraunhæfur niðurskurður á þorskkvótanum eyðileggur markaði


Í dag var fundað í stjórn Eldingar. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Elding mótmælir óraunhæfum niðurskurði á þorskkvótanum, sem drepur útgerðir og bæjarfélög og gerir ókleyft að veiða aðrar tegundir og eyðileggur fyrir Íslendingum markaði erlendis.

Reynsla sjómanna er sú að þorskstofninn standi mjög vel um þessar mundir.

Þá mótmælir Elding því harðlega að auknu fé verði kastað á glæ til aukinna rannsókna Hafrannsóknastofnunar, sem sýnilega hefur engum árangri skilað. Hafró hefur leikið þann leik undanfarin ár að stunda sömu formúlutrúarbrögð og reynd hafa verið til þrautar með hörmulegum árangri í Kanada og haft alla gagnrýni að engu.

Elding leggur til að stórauknu fé verði varið í hafrannsóknir af óháðum aðilum. Tilvalið væri að miðstöð þeirrar rannsóknarstarfsemi á fiskistofnunum yrði á Ísafirði.

Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína um niðurskurð þorskkvótans.

F.h. stjórnar Eldingar
Gunnlaugur Ármann Finnbogason formaður

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...