Fiskistofustjóri óhress með leiðara Morgunblaðsins - Landssamband smábátaeigenda

Fiskistofustjóri óhress með leiðara Morgunblaðsins


Í Morgunblaðinu í gær var leiðari undir fyrirsögninni „Hvers vegna?“. Fiskistofustjóri er ekki par hrifinn af skrifum blaðsins og hefur af því tilefni sent ritstjóra Morgunblaðsins bréf.

Í bréfinu telur Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri ritstjórn Mbl. ekki hafa áhuga á því sem jákvætt er í starfi Fiskistofu, þess í stað er reynt að sverta stofnunina og draga úr trausti Fiskistofu.

Þá telur fiskistofustjóri grundvallarmun vera á þeim sem hringja í Fiskistofu og til Morgunblaðsins. „Ég held að þeir sem hringja í Fiskistofu geri það í þeim tilgangi að styðja við og styrkja eftirlitið. Þeir fari langflestir eftir leikreglunum og vilja að aðrir komist ekki upp með annað og því hringja þeir í Fiskistofu, sem þeir vita að reynir að upplýsa þau mál sem grunur þeirra beinist að.
Mig grunar aftur á móti að þeir sem hringja í Mbl. séu menn sem eru einhverra hluta vegna argir út í fiskveiðistjórnunarkerfið og vilja koma höggi á það.“

Sjá bréfið í heild:


http://fiskistofa.is/skjol/frettir/Morgunbladid_2407_2007.pdf

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...