LÍÚ hjakkar í sama hjólfarinu – allt trillukörlum að kenna - Landssamband smábátaeigenda

LÍÚ hjakkar í sama hjólfarinu – allt trillukörlum að kenna


Þeim er ekki viðbjargandi blessuðum forsvarsmönnum stórútgerðarinnar.
Rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós að „slæmt“ ástand þorskstofnsins er trillukarlinum um að kenna, hann er blóraböggullinn.
Þeir sem veiða með umhverfisvænum veiðafærum línu og handfærum eru þrjótarnir sem eru að ganga að þorskstofninum dauðum.

Á heimasíðu þeirra í gær er fjallað um þennan háska

http://www.liu.is/news.asp?id=161&news_ID=586&type=one

og þess getið að á sl. fiskveiðiári hafi mismunur á því sem tekið var úr auðlindinni og því sem fært var inn í talnagrunn Hafrannsóknastofnunar verið 2.300 tonn hjá línu- og handfærabátum.
Sérstaklega hlýtur að muna um 300 tonnin hjá handfærabátunum, 0,15% þoskaflans, í þessum efnum.

Í niðurlagi fréttarinnar er lögð áhersla á mismunina sem þetta felur í sér.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...