Aðalfundir svæðisfélaga LS – fundað um land allt - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir svæðisfélaga LS – fundað um land allt


Svæðisfélög Landssambands smábátaeigenda hafa nú flest boðað aðalfundi sína.
Hver fundurinn rekur annan og dagskráin næstu 7 daga sem hér segir:

Hrollaugur – á Höfn 27. september, kl 20:00
Aðalfundur Hrollaugs – félagas smábátaeigenda á Hornafirði - verður haldinn í kvöld 27. september. Fundurinn hefst kl 20:00 og verður að venju haldinn í Víkinni.
Formaður Hrollaugs er Gísli Geir Sigurjónsson.


Félag smábátaeigenda á Austurlandi – á Egilsstöðum 28. september, kl 14:00
Aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi verður haldinn á morgun 28. september. Fundarstaður er Hótel Hérað Egilsstöðum. Fundurinn hefst kl 14:00.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson, Borgarfirði.


Reykjanes – í Grindavík 29. september, kl 17:00
Aðalfundur Reykjaness - félags smábátaeigenda á Reykjanesi – verður í Salthúsinu Grindavík laugardaginn 29. september. Fundurinn hefst kl 17:00.
Formaður Reykjaness er Halldór Ármannsson, Keflavík.


Elding - á Ísafirði 30. september, kl 17:00
Aðalfundur Eldingar – félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – verður haldinn nk. sunnudag, 30. september á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst kl 17:00.
Formaður Eldingar er Gunnlaugur Finnbogason, Ísafirði.


Krókur - á Tálknafirði 1. október, kl 20:00
Aðalfundur Strandveiðfélagsins Króks verður haldinn í Hópinu Tálknafirði mánudaginn 1. október. Fundurinn hefst kl 20:00.
Formaður Strandveiðfélagsins Króks er Tryggvi Ársælsson, Tálknafirði.


Strandir - á Drangsnesi 2. október, kl 20:00
Aðalfundur Stranda verður haldinn í Malarkaffi Drangsnesi þriðjudaginn 2. október. Fundur hefst kl 20:00.
Formaður Stranda er Haraldur Ingólfsson, Drangsnesi.


Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina, taka þátt í umræðum og hafa þannig áhrif á ályktanir sem samþykktar verða.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...