Auglýst að nýju eftir umsóknum um byggðakvóta - Landssamband smábátaeigenda

Auglýst að nýju eftir umsóknum um byggðakvóta


&teVakin er athygli á að útgerðir báta frá Tálknafjarðarhreppi, Brjánslæk í Vesturbyggð og Stykkishólmsbæ verða að sækja að nýju um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006/2007.

Byggðalögin óskuðu eftir að um úthlutun til báta hjá þeim giltu aðrar reglur en birtar voru í reglugerð nr. 439 frá 16. maí 2007. Sjávarútvegsráðuneytið staðfesti með auglýsingu í Stjórnartíðindum 24. september sl. ný skilyrði vegna úthlutunarinnar hjá nefndum byggðalögum.


Ráðuneytið féllst ; - auk þess sem fram kemur í reglugerð nr. 439 frá 16. maí 2007 - að við úthlutun til báta:

Í Tálknafjarðarhreppi skyldi úthluta til fiskiskipa hlutfallslega og taka mið af lönduðum afla til vinnslu í Tálknafirði 1. júlí 2006 til 30. júní 2007. Auk þess er felldur út liður c, 1. gr. reglugerðar nr. 439.

Á Brjánslæk í Vesturbyggð skyldi byggðakvóta til fiskiskipa úthlutað hlutfallslega miðað við landaðan afla í Vesturbyggð, frá 1. júlí 2006 til 30. júní 2007.

Í Stykkishólmsbæ verði byggðakvóta „skipt milli þeirra skipa sem yppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og aflahlutdeild í hörpudiski í Breiðafirði var bundin við þann 1. september 2006. Byggðakvóta skal skipt hlutfallslega miðað við aflahlutdeild í hörpudiski í Breiðafirði þann 1. september 2006.“ eins og segir í auglýsingu sjávarútvegsráðuneytisins.


Umsóknarfrestur er til 11. október 2007.


Sjá nánar: http://fiskistofa.is/frettir.php?id=10709

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...