Aðalfundur KRÓKS – hækka á ívilnunarstuðul í þorski - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur KRÓKS – hækka á ívilnunarstuðul í þorski


Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks var haldinn á Tálknafirði 1. október sl.
Fundurinn var afar líflegur og málin rædd og krufin til mergjar. Hæst bar
umræðan um fiskveiðiráðgjöfina „og í hvað miklar ógöngur Hafró væri komin í
með ráðgjöf sína og hvað miklar fórnir ráðgjöfin mun hafa á sjávarbyggðir
landsins þar sem er vagga einstaklingsútgerða sem lagt hafa grunn að
velferðarsamfélagi nútímans“, eins og segir í fundargerð.TryggiArs07.jpg


Í lok fundar voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

Strandveiðifélagið KRÓKUR skorar á sjávarútvegsráðherra að hækka ívilnunarstuðul þorsks sem veiddur er á línu af dagróðrabátum úr 16% í 20%.

Einnig skorar KRÓKUR á stjórnvöld að hækka sjómannaafslátt verulega.
Aðgerðin yrði hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna niðurskurðar
þorskveiðiheimilda um þriðjung. Með henni yrði komið með
beinum hætti til móts við gríðarlegt tekjutap sjómanna, sem
mótvægisaðgerðir hafa hingað til ekki náð til.KROKUR07.jpg

Þá skorar Strandveiðifélagið KRÓKUR á sjávarútvegsráðherra að heimila nú þegar línuveiðar í reglugerðarhólfi sunnan Látrabjargs.

KRÓKUR beinir því til sjávarútvegsráðherra að banna allar botnvörpuveiðar
innan 12 mílna.

Að lokum hvetur KRÓKUR LS til að hefja frekari kynningar á gagnýni sem komið hefur fram á fundum svæðisfélaga LS á veiðiráðgjöf Hafró.


Stjórn Strandveiðifélagsins KRÓKS var endurkjörin, en hana skipa:
Tryggvi Ársælsson formaður
Friðþjófur Jóhannsson gjaldkeri
Hafþór Jónsson ritari


Myndir:
Tryggvi Ársælsson
Frá aðalfundi Strandveiðifélagsins KRÓKS

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...