Aðalfundur LS – Gríðarlegar sveiflur í meðalþyngd þorsks ótrúverðugar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur LS – Gríðarlegar sveiflur í meðalþyngd þorsks ótrúverðugar


Örn Pálsson framkvæmdastjóri fjallaði m.a. um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á aðalfundi LS sem nú stendur yfir. Hann sagði meðalþyngdartölur fimm elstu árganganna vera vanmetnar. „Útilokað er að 10 til 14 ára fiskar hafi meðalþyngd á bilinu 5,8 kg upp í 6,9 kg. Að 11 ára þorskur sem hafði meðalþyngdina 10,8 kg 2004, mælist nú 6,9 kg. Tveimur árum fyrr gerðist hið gagnstæða að meðalþyngd 11 ára þorsks var 10,4 kg en hann var orðinn 18,1 kg fjórum árum síðar. Sveiflur sem þessar er illmögulegt að skilja öðruvísi en svo að mælingar, og þar með tölur sem aflaráðgjöf Hafró er byggð á, séu rangar.kg thorskur.jpg
Fra 23. adalfundi1.jpg
Útilokað er að sætta sig við, að þegar sagt er að 40% ástæðunnar fyrir skerðingu sé vegna þess að fiskurinn sé að léttast, annað en sjávarútvegsráðherra skipi sérfróða aðila til að yfirfara gögnin, þar sem upplýst verði hvar fiskurinn var veiddur, í hvaða veiðarfæri, hver var lengd hans og þyngd, svo e-ð sé nefnt“, sagði Örn á aðalfundi LS fyrr í dag.


Mynd: Frá aðalfundi LS

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...