Aðalfundur Reykjaness – baráttunni um verndun lífríkisins verður haldið áfram - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Reykjaness – baráttunni um verndun lífríkisins verður haldið áfram


Aðalfundur Reykjaness – félags smábátaeigenda á Reykjanesi – var haldinn í Grindavík 29. september sl. Fundurinn var vel sóttur og umræður miklar um þau mál sem skora hæst þessa dagana.

Í skýrslu formanns Reykjaness – Halldórs Ármannssonar – kom fram að félagið hefði haldið baráttu sinni áfram í að fá sjávarútvegsráðherra til að vernda viðkvæmt hrygningarsvæði vestur og norður af Sandgerði. Þrátt fyrir bréfasendingar til hans og fundi hefði það engan árangur borið.

Halldór gagnrýndi sjávarútvegsráðuneytið harðlega fyrir að mismuna hagsmunafélögum. Þannig sendi ráðuneytið allar beiðnir Reykjaness til umsagnar hjá Útvegsmannafélagi Suðurnesja, en þegar kæmi að breytingum á reglum á slóð smábátaeigenda væri ekkert samráð haft við Reykjanes. Halldór sagði þetta gott dæmi um hverjir stjórnuðu í sjávarútvegsráðuneytinu. Ákvarðanir ráðuneytisins leiddu svo til þess að ráðist væri með dregnum veiðarfærum á viðkvæmar hrygningarstöðvar og væntanlegur árangur af hrygningarstoppi gerður að engu. Ráðuneytið sýndi með aðgerðaleysi sínu að það stuðlaði að óábyrgni í stjórnun fiskveiða. Til að kóróna gjörninginn og kvitta undir hann þá hefði Hafrannsóknastofnun ekki gert athugasemdir við stjórnun veiða í umræddu hólfi, þær færu fram með góðfúslegu leyfi stofnunarinar.HalldorArmanns07100_8041.jpg
Þegar til þessa hluta væri litið væri enn verið að ítreka dæmalausa afstöðu Hafró sem fælist í: „okkur kemur það ekki við hvernig fiskurinn er drepinn“!, sagði Halldór.

Halldór sagði að þrátt fyrir þetta mótlæti mundi Reykjanes ekki gefast upp heldur berjast af enn meiri krafti fyrir lokun hólfsins og nú ekki lengur með aðaláherslu á trollið heldur fyrir öllum veiðum.

Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin, en hana skipa eftirtaldir:

Halldór Ármannsson formaður
Jón Jóhannsson ritari
Óskar Haraldsson meðstjórnandi
Páll Jóhann Pálsson meðstjórnandi
Þorlákur Halldórsson gjaldkeriAdalfReykjanes2007100_8042_2.jpg

Helstu ályktanir sem fundurinn samþykkti eru:

Aflahlutdeildarkerfi það sem nú er notað við sjórnun fiskveiða hér á landi verði fest í sessi, með skýrari lögum um afnotarétt til framtíðar.

Skipuð verði nefnd til að leita leiða til að einfalda reglugerð um stærðarmörk krókaaflamarksbáta án þess að þeir stækki eða afkastageta þeirra aukist.

Grásleppuveiðar hefjist 1. mars á svæði frá Garðskagavita austur að Hvítingum.

Reglugerðarhólf fyrir togveiðum út af Sandgerði verði lokað fyrir öllum veiðum frá og með 11.apríl til og með 31.maí.

Mótmælt er breytingum á reglum um veiðar með snurðvoð í Faxaflóa þ.e.a.s. hlutfall ýsu og þorsks í afla verði fært til fyrra horfs sem voru 30% meðafli í þorski og ýsu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...