Breytt viðmiðunarmörk ýsu við skyndilokanir - Landssamband smábátaeigenda

Breytt viðmiðunarmörk ýsu við skyndilokanir


Á aðalfundi Kletts – félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes, sem haldinn var 7. október sl. – var mikið rætt um stærð ýsunnar. Í umræðum kom fram að mikið magn af ýsu væri rétt undir 45 cm viðmiðunarmörkunum, stærstur hlutinn væri á bilinu 40 – 43 cm. Bent var á dæmi þar sem 83% hefði verið minna en 45 cm, en ekki nema 17% undir 40 cm. Í framhaldi af umræðunni samþykkti fundurinn að óska eftir að viðmiðunarmörkum skyndilokunar yrðu færð niður í 42 cm.

Engu líkara er en að sjávarútvegsráðuneytið hafi haft veður af samþykkt þeirrra Klettsmanna, þar sem Hafrannsóknastofnun hefur nú fallist á tillögu þess um breytt viðmiðunarmörk til skyndilokunar á ýsu úr 30% undir 45 cm í 25% undir 41 cm.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...