Heildarafli smábáta sl fiskveiðiár 73.477 tonn - Landssamband smábátaeigenda

Heildarafli smábáta sl fiskveiðiár 73.477 tonn


Á aðalfundi LS fjallaði Örn Pálsson framkvæmdastjóri m.a. um afla sl. árs: „Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári varð 73.477 tonn, eða rúmum sjö þúsund tonnum minni en á fiskveiðiárinu 2005/2006. Mestu munaði þar um þorskinn sem dróst saman um 13%, 5.600 tonn, en alls veiddust 37.567 tonn af honum. Af ýsu veiddust 23.533 tonn sem er óbreytt milli fiskveiðiára. Þrátt fyrir nægar veiðiheimildir í ufsa minnkaði hann um 35% og varð aðeins 2.349 tonn. Steinbítur veiddist að venju vel – 5.794 tonn sem er þó 12% minna en í fyrra.“

Þrátt fyrir minni afla héldu smábátar að mestu hlut sínum í heildarafla þorsks og ýsu. Þeir veiddu rúman fimmtung alls þorskaflans og 23,5% af ýsuaflanum. Steinbítsafli smábáta svaraði til tæpra 37% heildaraflans.

Í ræðu Arnar kom einnig fram að útflutningsverðmæti þess afla sem smábátar færðu að landi á sl. fiskveiðiári væri um 18,5 milljarðar.Fra Adalf 2007 3.jpg


Myndin er frá aðalfundi LS
fv. Hólmararnir Valdimar Kúld Björnsson og Gestur Hólm Kristinsson
á milli þeirra er Ragnar Sighvats Sauðárkróki og hægra megin við
hann má sjá Þorvald Garðarsson Þorlákshöfn.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...