LS vill að fyrirkomulag grásleppuveiða verði óbreytt - Landssamband smábátaeigenda

LS vill að fyrirkomulag grásleppuveiða verði óbreytt


Grásleppumálin fengu að vanda góða umræðu á aðalfundi LS. Í ljósi þess að veiði á sl. vertíð var minni en áætlað hafði verið má gera ráð fyrir að markaður fyrir hrogn á komandi vertíð verði eitthvað líflegri en undanfarin ár. Umræða í grásleppunefnd aðalfundar var því aðallega um fyrirkomulag veiða á næstu vertíð. Nefndin fékk tillögur frá svæðisfélögunum sem mæltu með óbreyttum veiðitíma, að veiðitími yrði takmarkaður við ákveðið 50 daga tímabil og að veiðidögum yrði fjölgað.

Niðurstaða fundarins var að mæla með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. að veiðidagar verði 50 og þá sé hægt að velja á tímabilinu 10. mars til og með 20. júlí á öllum veiðisvæðum nema í innanverðum Breiðafirði, þar megi stunda veiðarnar til 9. ágúst.

FulltruarFonts07.jpg

Mynd tekin á aðalfundi
Marinó Jónsson Bakkafirði tv. og Sæmundur Einarsson Þórshöfn

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...