Ómyrkur í máli - Landssamband smábátaeigenda

Ómyrkur í máli


Þeir sem þekkja til Kristins Péturssonar frá Bakkafirði vita mætavel að hann skefur ekki af hlutunum þegar kemur að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Kristinn hefur til margra ára verið þeirrar skoðunar að stofnunin sé að reyna að stunda áætlunarbúskap neðansjávar sem standist ekki og taki ekkert tillit til grundvallaratriða í líffræði, s.s. framboð ætis.

Í dag birtist á bloggsíðu hans pistill, þar sem hann leggur útaf leiðara Morgunblaðsins í morgun, „Breiðavík okkar tíma".

Það er ekki ólíklegt að fjölmargir íbúar litlu sjávarbyggðanna séu sammála því sem Kristinn lætur þar vaða.

Slóðin: http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/346116/

Bakkafj.tiff
Mynd: Frá Bakkafirði

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...