Þorskafli krókaaflamarksbáta – um helmings samdráttur á fyrstu 10 vikunum - Landssamband smábátaeigenda

Þorskafli krókaaflamarksbáta – um helmings samdráttur á fyrstu 10 vikunum


&cuteÞegar búnar eru 10 vikur af fiskveiðiárinu er þorskafli krókaaflamarksbáta rúmum tvö þúsund tonnum minni en á sama tímabili á sl. ári. Alls er þorskaflinn nú 2.718 tonn en var 4.912 tonn á sama tímabili í fyrra, hefur minnkað um 45%.

Ýsuaflinn er nánast sá sami milli ára, var samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu kominn í 5,547 tonn sl. föstudag 9. nóvember, sem er 82 tonnum minna en í fyrra.

Aflamarksskip önnur en togarar eru á svipuðu róli og krókaaflamarksbátarnir, þorskaflinn helmingi minni nú en á sama tíma ; fyrra, en ýsuaflinn 420 tonnum meiri sem er aukning um 5% á milli ára.

Þessar tölur eru töluvert frábrugðnar frá afla togara í sömu tegundum. Hjá þeim hefur þorskurinn minnkað um 28% en ýsuaflinn aukist um 86%, var kominn í 7.119 tonn þegar 10 vikur voru liðnar af fiskveiðiárinu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...