Slysavarnaskóli sjómanna boðar námskeið fyrir trillukarla - Landssamband smábátaeigenda

Slysavarnaskóli sjómanna boðar námskeið fyrir trillukarla


Fyrirhugað er að halda endurmenntunarnámskeið fyrir smábátaeigendur 19. desember nk.
Á námskeiðinu verður farið yfir notkun björgunar- og öryggisbúnaðar, kynntar nýjungar sem komið hafa fram á undanförnum misserum. Farið verður yfir lagabreytingar sem varða öryggismál sjómanna og rifjað upp hvernig bregðast á við slysum og fyrirbyggja þau, ásamt viðbrögðum á neyðarstundu.Saebjorg.jpg
Nánar um námskeiðið má sjá á bls. 19 í námskrá Slysavarnaskóla sjómanna:

http://www.landsbjorg.is/assets/slysavarnaskoli namskeidslysingar/nsl 00.1 12 n%E2%88%9A%C2%B0mskr%E2%88%9A%C2%B0 slysavarnask%E2%88%9A%E2%89%A5la sj%E2%88%9A%E2%89%A5manna.pdf


Rétt til þátttöku á námskeiðinu hafa allir þeir sem sótt hafa smábátanámskeið í Slysavarnaskóla sjómanna.
Námskeiðið verður haldið um borð í Sæbjörgu sem liggur í Reykjavíkurhöfn og hefst kl 8:00 árdegis miðvikudaginn 19. desember og lýkur um hádegisbil.
Þátttaka tilkynnist til: saebjorg@landsbjorg.is
eða í síma 562-4884.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...