Útflutningur ferskra ýsuflaka minnkar um 30% - Landssamband smábátaeigenda

Útflutningur ferskra ýsuflaka minnkar um 30%


Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur útflutningur ferskra ýsuflaka dregist saman um 30% eða um tæp 1500 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Þó 19% verðhækkun hafi orðið á milli ára, er útflutningsverðmæti nú nálægt hálfum milljarði lægra en í fyrra.
Í lok september sl. hafði árið skilað rúmum 3.5 milljörðum.

Á tímabilinu var mest flutt út til Bretlands 2.142 tonn sem er 12% minna en í fyrra, til Bandaríkjanna voru flutt 965 tonn sem er minnkun um helming og í þriðja sæti var Frakkland sem keypti af okkur 252 tonn er samdráttur um 40%.


Tölur unnar upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...