OG enn mælist þorskstofninn minni - Landssamband smábátaeigenda

OG enn mælist þorskstofninn minni


Fyrir stundu barst fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnuninni um niðurstöður úr Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (haust - togararallið).

Í stuttu máli: enn er allt á bullandi niðurleið varðandi þorskinn, samkvæmt mælingaaðferðum Hafró. Orðrétt segir: „Heildarvísitala þorsks (eins árs og eldri) lækkaði um 20% frá haustmælingunni árið 2006 og hefur lækkað um 34% frá árinu 2004".
Fram kemur að „Þó svo að stofnmæling að hausti nái ekki vel til þorsks á grunnslóð, gefur þessi niðurstaða svipaða mynd af þróun stofnsins hin síðari ár og stofnmælingin í mars". (Sjá mynd) Af myndinni má þetta augljóst vera, en eitt af því sem gagnrýnendur vorrallsins hafa bent á í gegnum tíðina er að það rall nái heldur ekki svæðinu innan 12 mílna.

Fréttina í heild er hér að finna:
http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=6924

Picture 2.png
Mynd: Stöðvanetið í haustralli

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...