Month: January 2008

  • Brimfaxi kominn út – umtalsverð verðhækkun á þorski

    Brimfaxi félagsblað Landssambands smábátaeigenda er komið út. Í leiðara blaðisins sem Örn Pálsson ritar kemur meðal annars fram að þorskur seldur á fiskmörkuðum hefur hækkað um 32 % milli ára. Leiðari Arnar er eftirfarandi: „Gleðilegt ár ágætu félagsmenn og þakka ykkur liðið! Það er við hæfi að byrja árið 2008 af krafti þar sem ég…

  • Bæjarstjórn Seyðisfjarðar andvíg dragnótaveiðum

    Í frétt RÚV sl. laugardag var viðtal við Ólaf Sigurðsson bæjarstjóra Seyðisfjarðar. Þar greindi hann frá samþykkt bæjarstjórnarinnar að óska eftir því við sjávarútvegsráðherra að svæði í Seyðisfirði þar sem bannað er að veiða með dragnót verði stækkað. „Í ljósi undangenginnar kvótaskerðinga væri eðilegt að menn hugi að friðunaraðgerðum sem þessum“ sagði Ólafur. Í samþykktinni…

  • Tímamótasamþykkt Reykjaness – friðun nái til allra veiðarfæra

    Á fundi Reykjaness sem haldinn var sl. laugardag var auk kjarasamninga rædd samþykkt félagsins um friðun veiðisvæða. Undanfarin ár hefur félagið skorað á sjávarútvegsráðherra að framlengja lokun svæðis sem afmarkast af línu dregin vestur frá Sandgerði og suður af Grindavík. Til þessa hefur félagið ekki fengið áheyrn vegna þessa ábyrgðafulla málflutnings, heldur fengið hálfgerðar skammir…

  • Báran og Reykjanes felldu samninginn

    Í dag voru tveir fundir um kjarasamninginn. Báran fundaði á Kænunni í Hafnarfirði. Þar voru fundarmenn á einu máli og greiddu allir atkvæði gegn samningnum. Í Grindavík hélt Reykjanes sinn fund. Þar var samningurinn einnig felldur. Tuttugu og tveir höfnuðu samningnum en einn greiddi atkvæði með honum. Nú hafa alls 10 af 15 svæðisfélögum LS…

  • Krókaaflamarksbátar – þriðjungs samdráttur í þorski

    Eins og við mátti búast er þorskafli krókaaflamarksbáta nú minni en á sama tíma á sl. fiskveiðiári. Frá upphafi þessa fiskveiðiárs til 20. janúar sl. var þorskaflinn orðinn 1-7-6 tonn á móti 6-3-10 tonnum í fyrra. Samdrátturinn nemur 34%. Þrátt fyrir þorskminnkunina og gríðarlega erfitt tíðarfar kemur það á óvart að ýsuaflinn er nú 6%…

  • Meirhluti svæðisfélaganna hafa hafnað kjarasamningnum

    Nú hafa alls 8 af 15 svæðisfélögum LS fundað og tekið afstöðu til kjarasamnings LS og sjómannasamtakanna. Öll hafa þau fellt samninginn. Fyrr í dag felldi Árborg samninginn með öllum greiddum atkvæðum og nú í kvöld afgreiddi Sæljón hann með sama hætti. Næstu fundir verða á laugardaginn. Báran fundar í Kænunni kl 10:00 og Reykjanes…

  • Strandir og Smábátafélag Reykjavíkur bætast í hópinn

    Í dag voru tveir fundir um kjarasamninginn. Smábátafélagið Strandir fundaði á Hólmavík og Smábátafélag Reykjavíkur í höfðustöðvum félagsins i Grófinni. Eins og á fyrri fundum svæðisfélaganna var samningurinn felldur. Á Hólmavík með öllum greiddum atkvæðum og í Reykjavík varð niðurstaðan sú sama, en þar var einn seðill auður. Nú hafa alls sex svæðisfélög LS fundað…

  • Klettur og Félag smábátaeigenda á Austurlandi felldu kjarasamninginn

    Félag smábátaeigenda á Austurlandi hélt fund sl. laugardag um kjarasamninginn. Á fundinum var farið í gegnum samninginn lið fyrir lið samhliða sem félagsmenn spurðu fjölmargra spurninga. Eins og á fyrri fundum voru fundarmenn á einu máli um að rétt væri að gera samning, en sá sem lægi fyrir krefðist lagfæringa. Í atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur…

  • Skalli vill björgunarþyrlu staðsetta á Akureyri

    Á almennum fundi Smábátafélagsins Skalla sem haldinn var á Sauðárkróki 15. janúar sl. var samþykkt að taka undir ályktun fundar Læknafélags Norðvesturlands sem haldinn var á Sauðárkróki nú nýverið. „Smábátafélgið Skalli óskar eftir að sveitarstjórnir á félagssvæðinu skori á dómsmálaráðherra að beita áhrifum sínum til að björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri. Þyrla sem staðsett væri…

  • Fundað um kjarasamninginn á Egilsstöðum og Akureyri

    Í dag laugardaginn 19. janúar verður fundað um kjarasamning Landssambands smábátaeigenda og sjómannasamtakanna í Félagi smábátaeigenda á Austurlandi. Fundurinn hefst kl 13:00 og verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Á morgun sunnudag verður Klettur með fund á Akureyri. Á hann eru boðaðir félagsmenn í Kletti – Ólafsfjörður til og með Tjörnes. Fundurinn verður á Hótel…