Báran og Reykjanes felldu samninginn - Landssamband smábátaeigenda

Báran og Reykjanes felldu samninginn


Í dag voru tveir fundir um kjarasamninginn.

Báran fundaði á Kænunni í Hafnarfirði. Þar voru fundarmenn á einu máli og greiddu allir atkvæði gegn samningnum.

Í Grindavík hélt Reykjanes sinn fund. Þar var samningurinn einnig felldur. Tuttugu og tveir höfnuðu samningnum en einn greiddi atkvæði með honum.

Nú hafa alls 10 af 15 svæðisfélögum LS fundað um samninginn og hafa þau öll fellt hann.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...