Fontur bregst við áliti mannréttindanefndar SÞ - Landssamband smábátaeigenda

Fontur bregst við áliti mannréttindanefndar SÞ


Stjórn Fonts, félags smábátaeigenda Kópasker – Vopnafjörður, fundaði 15. janúar sl. um álit mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna. Á fundinum var ákveðið að senda sveitarstjórnum á félagssvæði Fonts eftirfarandi bréf:

„Núpskötlu 15. jan. 2008

Ágæta sveitarstjórn.


Vegna þess vanda sem blasir við eftir ályktun mannréttindanefndar SÞ og stjórnvöld hljóta að bregðast við, viljum við koma eftirfarandi tillögu á framfæri, sem við teljum að geti leyst málið.
„Hverjum íslenskum ríkisborgara verði heimilt að róa til fiskveiða á eigin fari með tvær sjálfvirkar handfæravindur, alveg óháð núverandi aflamarkskerfi. Aflann megi fénýta, en hann geti aldrei myndað varanlegan eða framseljanlegan kvóta.“

Við teljum ekki líklegt að það sé vilji til, eða mögulegt á stuttum tíma, að umbylta núverandi aflamarkskerfi.
Ádeila SÞ á kerfið stafar greinilega af því hversu harðlokað það er. Við sjáum enga lausn, sem komi sér betur fyrir bygggðirnar á félagssvæðinu.

Við förum vinsamlegast fram á að tillagan verði rædd í sveitarstjórn og ef þið teljið hana færa leið, þá álykta þar um og bréfa til sjávarútvegsráðherra og alþingismanna.

Með góðri kveðju.


F.h. stjórnar Fonts,

Haraldur Sigurðsson formaður“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...