Fundað um kjarasamninginn á Egilsstöðum og Akureyri - Landssamband smábátaeigenda

Fundað um kjarasamninginn á Egilsstöðum og Akureyri


Í dag laugardaginn 19. janúar verður fundað um kjarasamning Landssambands smábátaeigenda og sjómannasamtakanna í Félagi smábátaeigenda á Austurlandi. Fundurinn hefst kl 13:00 og verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum.


Á morgun sunnudag verður Klettur með fund á Akureyri. Á hann eru boðaðir félagsmenn í Kletti - Ólafsfjörður til og með Tjörnes.
Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst kl 17:00.


Formaður og framkvæmdastjóri LS munu mæta á báða fundina, kynna kjarasamninginn og svara fyrirspurnum.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...