Klettur og Félag smábátaeigenda á Austurlandi felldu kjarasamninginn - Landssamband smábátaeigenda

Klettur og Félag smábátaeigenda á Austurlandi felldu kjarasamninginn


Félag smábátaeigenda á Austurlandi hélt fund sl. laugardag um kjarasamninginn. Á fundinum var farið í gegnum samninginn lið fyrir lið samhliða sem félagsmenn spurðu fjölmargra spurninga. Eins og á fyrri fundum voru fundarmenn á einu máli um að rétt væri að gera samning, en sá sem lægi fyrir krefðist lagfæringa. Í atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með öllum greiddum atkvæðum, einn seðill var auður.


Degi síðar fundaði Klettur á Akureyri. Þar var sama uppi á teningunum og fyrir austan, samningurinn var felldur með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Það einkenndi fund Kletts eins og aðra fundi að félagsmenn höfðu kynnt sér samninginn ítarlega og voru því spurningar markvissar og ítarlegar.


Fyrirhugað var að Elding fundaði á Ísafirði í dag, en veður varð til þess að fundinum var aflýst.


Á morgun verða tveir fundir, kl 12 fjallar Smábátafélagið Strandir um samninginn og kl 19 verður fundur í Smábátafélagi Reykjavíkur.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...