Krókaaflamarksbátar – þriðjungs samdráttur í þorski - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarksbátar – þriðjungs samdráttur í þorski


Eins og við mátti búast er þorskafli krókaaflamarksbáta nú minni en á sama tíma á sl. fiskveiðiári. Frá upphafi þessa fiskveiðiárs til 20. janúar sl. var þorskaflinn orðinn 6.791 tonn á móti 10.316 tonnum í fyrra. Samdrátturinn nemur 34%.

Þrátt fyrir þorskminnkunina og gríðarlega erfitt tíðarfar kemur það á óvart að ýsuaflinn er nú 6% meiri en í fyrra. Hann var kominn í 11.832 tonn, 20. janúar sl.


Unnið upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...