Meirhluti svæðisfélaganna hafa hafnað kjarasamningnum - Landssamband smábátaeigenda

Meirhluti svæðisfélaganna hafa hafnað kjarasamningnum


Nú hafa alls 8 af 15 svæðisfélögum LS fundað og tekið afstöðu til kjarasamnings LS og sjómannasamtakanna. Öll hafa þau fellt samninginn.


Fyrr í dag felldi Árborg samninginn með öllum greiddum atkvæðum og nú í kvöld afgreiddi Sæljón hann með sama hætti.


Næstu fundir verða á laugardaginn. Báran fundar í Kænunni kl 10:00 og Reykjanes í Salthúsinu í Grindavík og hefst sá fundur kl 14:00.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...