Elding fylgdi fordæmi annarra svæðisfélaga LS - Landssamband smábátaeigenda

Elding fylgdi fordæmi annarra svæðisfélaga LS


Í gærkveldi hélt Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, fund um kjarasamningana. Góð mæting var á fundinn og umræður fjörugar um kjarasamninginn, sem og ástand mála í kjölfar niðurskurðar í þorskveiðiheimildum.

Elding fylgdi fordæmi þeirra 10 svæðisfélaga sem nú þegar hafa fundað um kjarasamningana og felldi hann með öllum greiddum atkvæðum.

Að því loknu urðu talsverðar umræður um almennt ástand mála í sjávarútveginum á Vestfjörðum í kjölfar niðurskurðar þorskveiðiheimilda, m.a. í ljósi álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Eitt af því sem fram kom kristallar vandamál sem nágrannaþjóðir okkar glíma við - burtséð frá því hvaða fiskveiðikerfi er við lýði - þ.e. flótti unga fólksins úr minni byggðarlögum til höfuðborgarsvæða.

Fundurinn minnti sérstaklega á tillögur að sjálfstæðu háskólasetri á Vestfjörðum varðandi hafrannsóknir.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...