Fontur heldur fund á Raufarhöfn - Landssamband smábátaeigenda

Fontur heldur fund á Raufarhöfn


Svæðisfélagið Fontur – félag smábátaeigenda Kópasker – Vopnafjörður – hefur boðað til fundar um kjarasamning LS og sjómannasamtakanna. Fundurinn verður haldinn á morgun 12. febrúar og hefst kl 13:00. Fundarstaður er að venju Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.

Örn Pálsson mætir á fundinn, skýrir út samninginn og svarar fyrirspurnum.

Vakin er athgygli á að á fundinum verður einnig farið yfir stöðuna í grásleppumálum, en vertíðin á svæði Fonts hefst 10. mars nk.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...