Grásleppunefnd LS segir veiðitakmarkanir hafa skilað jafnvægi á mörkuðum - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppunefnd LS segir veiðitakmarkanir hafa skilað jafnvægi á mörkuðum


Á fundi grásleppunefndar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í dag 5. febrúar var m.a. rætt um verð og markaðsstöðu á komandi vertíð.


Nefndin var sammála því að forsenda fyrir jafnvægi framboðs og eftirspurnar væri að verð yrði að hækka frá síðustu vertíð, en afkoma veiðimanna þá var afar léleg og heildarveiði í lágmarki.


Grásleppunefnd leggur áherslu á að veiðitakmarkanir undanfarinna ára hafa skilað jafnvægi á mörkuðum sem gerir samningsstöðu veiðimanna nú betri en verið hefur.


Grásleppunefnd LS hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu og miðla sín á milli upplýsingum um tilboð kaupenda.


Að lokum skorar nefndin á grásleppuveiðimenn að hefja ekki veiðar fyrr en upplýst er um viðunandi verð og trygga sölu hrognanna.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...