Sigurður Gunnarsson látinn - Landssamband smábátaeigenda

Sigurður Gunnarsson látinn


Hinn 2. mars s.l. lést á Húsavík Sigurður Gunnarsson, trillukarl og einn af stofnendum Landssambands smábátaeigenda. Sigurður fæddist 24. maí 1931 í Arnarnesi í Kelduhverfi.
Frá árinu 1972 reri hann eigin trillubátum frá Húsavík, sem ætíð báru nafnið Sólveig. Hann var alla tíð farsæll í sjósókn, aflasæll en hógvær og krafðist einskis umfram það sem dugði til rekstrar útgerðar og fjölskyldu.
Sigurður var einn af stofnendum Landssambands smábátaeigenda og sat í fyrstu stjórn samtakanna fyrir hönd Kletts, félags smábátaeigenda á Norðurlandi.
LS stendur í ævarandi þakkarskuld við þennan góða dreng.

Fjölskyldu hans og aðstandendum vottar LS sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Picture 8.png


Sigurður Gunnarsson
Mynd: Hafþór Hreiðarsson

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...