Stjórn LS telur fulla ástæðu til að taka álit Mannréttindanefndar alvarlega - Landssamband smábátaeigenda

Stjórn LS telur fulla ástæðu til að taka álit Mannréttindanefndar alvarlega


Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda 7. mars sl. var fjallað um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Eftirfarandi var samþykkt:

„Fundur stjórnar LS, haldinn 7. mars 2008, telur fulla ástæðu til að taka álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna alvarlega og hvetur stjórnvöld til að svara hið allra fyrsta áliti nefnarinnar varðandi íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Það er landsmönnum og sérstaklega þeim sem starfa við fiskveiðarnar fyrir bestu að óvissu verði eytt um fyrirkomulag þessara mála í framtíðinni.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...