Góð vika á grásleppunni - Landssamband smábátaeigenda

Góð vika á grásleppunni


Einmuna tíð er nú skollin á grásleppukarla eftir miklar brælur á undanförnum vikum. Veðrið í dag var einstakt og víðast hvar hefur veiðin verið góð þessa vikuna. „Það hefur tekist að vitja um öll net og nú er bara að vona að sú gráa láti sjá sig í miklum mæli“, sagði Kristján Andri Guðjónsson sem gerir út frá Norðurfirði.

Í dag var búið salta hrogn í 3.200 – 3.300 tunnur og því hafa um 1.200 tunnur bæst við á síðustu fimm dögum.

Eins og fram hefur komið er verð nokkuð misjafnt, en flestir grásleppuveiðimenn eru nú ill fáanlegir til að selja tunnuna á lægra verði en 600 evrur, afhenta við húshlið. Áætlað aflaverðmæti þessara 1.200 tunna er því um 80 milljónir, en söltunarkostnaður á hverja tunnu er um sex þúsund krónur.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...