Grásleppuveiðin komin yfir 2000 tunnur - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðin komin yfir 2000 tunnur


Í lauslegri samantekt um síðustu helgi er ljóst að búið er að salta grásleppuhrogn í rúmar 2000 tunnur. Þegar litið er til þrálátrar norðanáttar sem verið hefur nánast frá upphafi vertíðar með tilheyrandi brælum er veiðin víðast hvar viðunandi.

Rúmur helmingur þessara tvö þúsund tunna eru á N-Austurhorninu – Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði.

Á Húsavík hefur veiði verið góð, en á Siglufirði hefur vertíðin gengið afleitlega. Bæði er þar veðri um að kenna og einnig að minna er af grásleppu á slóðinni en í meðalári.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...